Ystalag

Ystalagið eða skelin eins og það er kallað í daglegu tali er það lag sem ver okkur fyrir vindi og rigningu. Skynsamlegast er að velja skel sem andar og ver bæði fyrir rigningu og vindi. Gamli góði gúmmígallinn er skel, en hentar illa í útivist þar sem að hann andar ekki og lokar svitann inni, það mun því verða svitarigning inni í gallanum.  Það er ekki nóg að flíkin andi heldur þarf snið og hönnun að henta hverjum og einum og hans þörfum. Klifrarar þurfa að horfa til annarra þátta en göngumenn svo dæmi sé tekið. Þegar við erum að velja flík er gott að velja flík sem er með sem fæstum aukahlutum. Ef við komumst upp með að vera með tvo vasa þá skulum við ekki fá okkur flík með átta þar sem að það bæði dregur úr öndun, eykur þyngd og þá er líklegra að einhver vasinn bili. Það sem þarf að hafa í huga þegar verið er að velja jakka er að geta þrengt að ermunum þannig að þægilegt er að vera í hvaða vettlingum sem er. Hettan þarf líka að vera góð (já við viljum hafa hettu), hún þarf að geta skýlt andlitinu vel, við þurfum að geta þrengt hana og hún þarf að geta fylgt hreyfingum höfuðsins þegar við lítum til hliðar.

Hlífðarbuxur eru annað hvort mittisbuxur eða smekkbuxur, hvort við veljum okkur fer eftir smekk 😉 en það sem skiptir máli er að ekki verði bert á milli jakkans og buxnanna svo að vindur og rigning komist ekki inn fyrir skelina. Margar buxur eru renndar á hliðunum og það er gott þegar við viljum fara í buxurnar án þess að fara úr skónum. Það getur verið stór kostur í miðri göngu að þurfa ekki að klæða sig úr skónum til að komast í skelina. Í ferðamennsku á enginn að hafa buxurnar á hælunum því er mikilvægt að geta fest á þær axlabönd. Axlaböndin eru þægilegri en beltin því að beltin geta myndað nuddsár þegar mittisólin á bakpokanum er spennt. Mörgum útivistarbuxum fylgja axlabönd, við þurfum kannski ekki alltaf að vera með þau en ef við ætlum að stunda ferðamennsku er snjallt að velja slíkar buxur. Ef það eru ekki axlabönd á buxunum sem þú átt núna að þá þarftu ekki að hlaupa útí búð og kaupa nýjar, þær duga sem þú átt.

 

Freedom of the hills (bls 25)

Hvað á að horfa til við val á skelinni:

  • Að hún séu nægilega stór til að geta verið í fatnaði innanundir án  þess að skerða hreyfingu og samþjöppun á innri lögum.
  • Að jakkinn sé með hettu sem hægt er að þrengja
  • Er að hún sé með rennilás, hægt að stilla og þrengja um mitti
  • Með góðann endingargóðan rennilás með með flöppum til að hlífa rennilásnum fyrir vindi og rigningu.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s