Vatnsílát

Í ferðamennsku er mikilvægt að drekka vel. Oft þarf að treysta á vatnið sem maður kemur með sjálfur og því er mikilvægt að vera með gott ílát undir vatnið. Einnig þarf að gæta að því að taka nóg en ekki of lítið og ekki alltof mikið.

Besta og ódýrasta ílátið er gosflaska, hún er létt og til á öllum heimilum. Gallinn við hana er að á veturnar á það til að frjósa í tappanum, það er þó til auðvelt ráð við því. Einfaldlega geyma flöskuna á hvolfi, þá frýs seinna í honum. Annar ókostur við hana er að leiðinlegt er að fylla á hana, maður þarf alltaf að blotna á puttunum við að fylla á hana, sem er mikill ókostur á veturnar.

Til eru margar tegundir af vatnsflöskum ætlaðar til útivistar. Við val á þeim, ef við viljum ekki gosflösku, borgar sig að horfa til rúmmáls, stærðar á opinu (stærra op er betra) og hvernig tapinn er festur. Skrúfaður tappi er bestur og gott er ef hann er fastur við flöskuna, það minnkar líkurnar á því að tappinn týnist til muna.

Vatnspokar eru vinsælir í dag. Vatnspokinn sem geymdur er í bakpokanum eru léttir og fer lítið fyrir þeim tómum. Einnig eykur slangan til muna aðgengi að vatninu. Gallinn við vatnspokann að ef það kemur gat á pokann er allt í

töskunni orðið blaut. Annar ókostur við vatnspokann er að erfitt er að fylla á hann, maður blotnar alltaf á höndunum sem er ókostur á veturnar. Að lokum frýs auðveldlega í slöngunni í frosti og því borgar sig að gera ráðstafanir gagnvart því, eins og með einangrandi hlíf fyrir slönguna.

Heitt vatn er í gildi gulls á veturnar. Í hitabrúsa á aldrei að setja annað en hr

Vatnsílát

eint vatn. Ástæðan fyrir því er að á veturnar er hægt að bræða snjó með heitavatninu til að búa til meira drykkjarvatn, ef erfitt aðgengi er að vatni. Vatn með kakó eða kaffi keim er aldrei gott. Hitabrúsinn þarf að halda vatninu heitu eins lengi og mögulegt er. Mikið hitatap er um tapann, hann þarf því að vera vel einangraður og best er ef hann er skrúfutappa. Þeir hleypa minnstum hita í gegnum sig.

Hitabrúsi

Hitabrúsi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s