Stofnað 2020     |

Langisjór ehf.

Langisjór ehf. er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum ásamt útleigu og uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf., og Síld og fiskur ehf. Hjá samstæðunni starfa um 370 manns.

Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. 

Sundagarðar 8, 104 Reykjavík

Hægt er að beygja upp til hægri milli Sundaboga og Mata vöruhússins. Þegar komið er upp er beygt til vinstri og út í enda erum við til húsa. Einnig er hægt að beygja upp Sundaborg frá Vatnagörðum. Ef keyrt er að hliðinu við enda Sundaboga þá opnast hliðið og þar erum við fyrsti inngangurinn á vinstri hönd.