Sokkar

Sokkur og sokkur er ekki það sama. Í allri útivist eru túpusokkar eða bómullarsokkar stranglega bannaðir. Hlutverk sokka er að halda hita á fætinum ásamt því og hlífa fætinum við hæl- og fótsárum eins og mögulegt er. Því er mikilvægt að velja góða sokka.

Göngusokka er hægt að fá háa, lága, þykka, þunna, einfalda, tvöfalda, fyrir langar ferðir og fyrir stuttar ferðir. Fyrir íslenskar aðstæður borgar sig yfirleitt að velja  þykka eða milliþykka sokka. Það er þó mikilvægara að sokkarnir passi vel á fótinn og nái uppfyrir ökkla, helst uppúr skónum. Góðir sokkar leka ekki niður af fætinum og kuðlast við ilina.

Er þér alltaf kalt á tánum Þá borgar sig ekki að fara í tvenna sokka, ástæðan er sú að þá þrengir að blóðflæðinu niður í fótinn sem gerir það að verkum að þér verður kalt á fætinum. Prófaðu nýja sokka, helst þykka og gakktu úr skugga um að skórnir séu ekki reimaðir of fast á þig. Gömlu góðu ullarsokkarnir frá ömmu eru algjör snilld þegar okkur er kalt á tánum en því miður henta þeir flestum illa á göngu, bæði vegna þess hversu mikið þeir þrengja að fætinum í gönguskónum og vegna grófleika þeirra sem getur valdið fóta- og hælsærum. Geymum því ullarsokkanna fyrir skálann eða tjaldið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s