Salernisferðir

Allir þurfa að kúka og pissa. Á fjöllum er ekki alltaf hægt að fara á kósý vatnsklósett og þegar náttúran kallar verðum við að svara kallinu. Annars getur stefnt í óefni. Lausnin er ekki að halda í sér þangað til að heim er komið. Ef okkur finnst þetta óþægilegt að þá þurfum við vinna í því en það getur þýtt að æfa sig „heima“.
Þegar við ferðumst um náttúru Íslands að þá viljum við sjá ósnortna náttúru ekki klósett pappír og kúk! Það er því mikilvægt að þegar við svörum kalli náttúrunar, downloadum, nr 2 eða hvað sem við köllum þetta, að við göngum þannig frá okkur að sá næsti verði ekki var við.
Hér áður fyrr var ráðlagt að taka með sér skóflu (lítil blómaskófla), klósettpappír og kveikjara.  Með skóflunni er hægt að moka litla þarfaholu, spölkorn frá gönguleiðinni eða náttstaðnum. Á náttstað geta margir verið um hverja holu. Eftir notkun á holunni er pappírinn brenndur og þunnulagi af mold eða sand stráð yfir. Þegar holan er svo yfirgefin er torfan aftur sett á og skilið við náttúruna eins og komið var að henni. Þessi aðferð er þó ekki gallalaus, á hálendinu er mikið um viðkvæman gróður sem ekki þolir að mikið sé átt við hann. Ásamt því að þessi aðferð getur skapað brunahættu. Einnig brennur klósettpappírinn misvel.
Í kvöldgöngum eða hálfdagsferðum getur maður sloppið við að fara á salernið og haldið í sér þar til að heim er komið. En eyðileggjum ekki góða ferð með því að vera í spreng allan tímann.
Í viðtali við Brynhildi Ólafsdóttir leiðsögumann í Síðdegisútvarpinu þann 13. ágúst 2013 á Rás 2, fer hún yfir hvernig best er að haga þessum málum. Rauða línan í viðtalinu er að maður á að taka allt með sér sem maður tekur með sér á fjöll. Klósett pappírinn á einfaldlega að fara í klósettpoka. Hægt er að taka með sér hundakúkapoka til að geyma klósettpappírinn, en þeir eru yfirleitt svartir svo að herleg heitin sjást ekki. Einnig er hægt að fá bleyjupoka sem eru með smá lykt í og koma í veg fyrir miður skemmtilega lykt. Ef við þurfum að kúka borgar það sig að finna góðann stein, sem við veltum við, með litlu klósettskóflunni stækkum við hana, gerum það sem við þurfum að gera, mokum yfir og veltum svo steininum yfir. Reynum að vernda viðkvæman gróður og mikilvægt er að gera ekki þarfir sínar við vatnsból.

http://www.ruv.is/umhverfismal/kukad-og-pissad-a-halendinu

Það sem við tökum með okkur á að koma með okkur heim aftur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s