Ofkæling

Í allri ferðamennsku er mikilvægt að vera meðvitaður um ofkælingu. Ofkæling er samheiti yfir það líkamlega og andleg hrun sem verður á starfsemi líkamans þegar líkamshitinn fer niður fyrir eðlilegt  hitastig. Við getum forðast ofkælingu ef við klæðum okkur rétt og erum meðvituð um hvernig líkamshitinn tapast ætti ekki að vera erfitt að forðast hana. Líkamshitinn tapast með leiðni, það er með beinni snertingu, streymi þegar vindur og vatn næðir um líkamann, geislun á sér stað þegar líkaminn geislar út hita og þar geislar Ofkælinghöfuðið mestum hita. Loks er það uppgufun sem á sér stað þegar varmi tapast þegar vatn gufar upp af blautri húð. Okkar helstu óvinir eru því vindur, bleyta og kuldi.

Einkenni ofkælingar

Mikilvægt er að allir þekki einkenni ofkælingar svo hægt sé bregðast strax og örugglega við. Ef ekki er brugðist við getur ofkæling orðið lífshættulegt ástand. Þeir sem ferðast verða að fylgjast vel með einkennum samferðafólks og á sjálfum sér. Einkenni ofkælingar geta komið fram stök eða mörg saman, en þau eru:

  • Mikil þreyta
  • Skjálfti
  • Tíð þvaglát
  • Dofi
  • Loðið tal
  • Kæruleysi
  • Lystarleysi
  • Jafnvægisleysi
  • Dómgreindarleysi

Viðbrögð við ofkælingu eru einföld en áhrifarík, best er að byrja að reyna hita upp á vettvagni með því að gefa heitt að drekka og broða einföld kolvetni. Þurr hlý föt. Einangra frá umhverfi, komast í skjól. Ekki er æskilegt að nudda viðkomandi til hita eða láta viðkomandi hlaupa sér til hita. Best er að hita innan frá áður en að haldið er áfram.

Við getum komið í veg fyrir ofkælingu ef við kunnum að klæða okkur eftir veðri, vitum hvernig hitinn tapast og borðum og drekkum vel fyrir og á meðan ferð stendur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s