Matur og næring

Matur er okkar eldsneyti og til að geta lifað góðu og innihaldsríku lífi er nauðsynlegt að fá þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Þegar við hreyfum okkur, hvort sem það er í íþróttum eða í fjallgöngu, að þá eykst brennslan í líkamanum og við þurfum að borða meira. Í allri útivist þarf að gæta vel að því hvað við borðum og að maturinn sé orkuríkur en samt léttur. Orkuþörf líkamanns tvöfaldast í útivist. Við val á nesti er mikilvægt að hafa það í huga að maturinn sé góður sem við tökum með okkur.

Þegar við erum að velja okkur nesti er mikilvægt að við skoðum vel orkuinnihald og næringargildi þess sem við ætlum að taka með okkur. Þessar upplýsingar standa á umbúðum allra matvæla. En hvernig á maturinn  að vera samsettur?

  • Kolvetni eiga að vera 50% orkunnar. Um er að ræða tvennskonar kolvetni. Flókin kolvetni sem við fáum úr brauði, kexi, pasta o.fl. og hins vegar úr einföldum kolvetnum sem við fáum úr sykri og er skjótfengin orka. Við skulum reyna að halda hlutfalli einfalds kolvetnis í lágmarki þar sem að þau endast stutt.
  • Fita á að vera 20% af því sem við borðum. Úr fitu fáum við helmingi meiri orku miðað við þyngd en úr kolvetnum. Það tekur okkur þó lengri tíma að sækja orkuna úr fitunni heldur en úr kolvetnunum. Fituna fáum við meðal annars úr smjöri, osti, pylsum, slátri, pepperoni, salami, hnetum. Í löngum ferðum og í miklu frosti getur verið að við þurfum að auka hlutfall fitunnar uppí 40%.
  • Prótein ætti að vera um 30% af fæðunnar. Próteinið fáum við úr fiski og kjöti, sem er í áleggi á nestinu okkar og í kvöldmatnum. Prótein geymist ekki í líkamanum eins og fita og kolvetni. Það er því mikilvægt að neyta próteina á hverjum degi.
  • Vítamín og steinefni ætti ekki að þurfa að taka aukalega.

Ekki er nóg að vera búin að velja voða fínt og gott nesti til að taka með sér og skella í því í einhvern plastpoka og svo í töskuna. Það er ávísun á mjög ógirnilegt nesti þegar það kemur að næsta matmálstíma. Nauðsynlegt er að geyma nestið í nestisboxi (munum að reyna hafa nestisboxið sem léttast). Það kemur í veg fyrir að nestið okkar líti út eins og fuglafóður eftir volkið í töskunni yfir daginn. Í lengri ferðum getur verið gott að skipuleggja nestið og pakka hverri máltíð í sér ziplock poka sem fer svo í nestisboxið.

Sumt sem gengur í byggð gengur ekki til fjalla, má þar nefna grinilega samloku með grænmeti og sósu. Eftir smá stund verður brauðið í samlokunni blautt í gegn og þar með ógirnilegt. Annað sem virkar ekki vel í frosti er skinka, í miklum kulda getur nestið frosið og það fyrsta sem frýs er matur með miklu vatni í. Að bíta í brauð með frosinni skinku í er ekki góð skemmtun.

Kvöldmaturinn er aðalmáltíð dagsins og því er mikilvægt að hann sé góður næringog næringaríkur. Með matnum er nauðsynlegt að drekka mikið til að vinna upp vökvatap dagsins. Borðum okkur södd en ekki meira en það.

Í ferðum þurfum við að drekka nóg. Ákjósanlegast er að drekka að lágmarki lítra af vökva, helst heitum, áður en lagt er af stað og  drekka svo reglulega á meðan ferðinni stendur. Í köldu veðri skulum við reyna að kappkosta við að drekka heitt vatn og því ætti það að vera eitt fyrsta verk á morgnanna að hita vatn.

 Verkefni

Hvað myndir þú taka með þér í nesti fyrir tveggja daga ferð?

Hvað er það sem réði því að þú valdir þetta nesti? Uppfyllir nestið þitt þær kröfur sem gerðar eru til þess af textanum hér fyrir ofan?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s