Hegðun í skála

Í skálum og tjaldsvæðum gilda ákveðnar reglur svo að allir geti fengið frið til að borða, hvíla sig og safnað kröftum fyrir átök morgun dagsins. Það er því ekki vel séð hvorki af eigendum skála og tjaldsvæða eða annara viðskiptavina ef mikill ærslagangur er á svæðinu og getur það þýtt tafarlausan brotrekstur af svæðinu.
Þegar komið er í skála er gott að byrja á því að teygja vel, koma sér svo fyrir og fá sér smá nesti og kakóbolla.
Það er margt hægt að gera í skálum, annað en að djöflast. Sniðugt getur verið að taka með sér bók, mp3 spilara, spil, krossgátubók eða annað til að hafa ofan af sér. Einnig getur verið gaman og sniðugt að fara í léttan göngutúr um svæðið.
Merkið dótið ykkar í bak og fyrir og passið að dreifa því ekki útum allt. Það er enginn annar en þið sem passið uppá dótið ykkar og það getur verið frekar fúlt að týna hlífðarbuxunum sínum eftir fyrsta dag að því að maður var kærulaus.
Að ferðast í hóp er samvinnuverkefni. Það hjálpast allir að við að elda, ganga frá eftir matinn og taka til áður en haldið er áfram. Ef það er skipt upp í hópa að þá er mikilvægt að trufla ekki hópinn sem á vaktina, en það þýðir þó ekki að maður gangi ekki frá sínum disk eða gangi illa um.
Umgengisreglur Ferðafélags Íslands
Hér er að finna megin umgengnisreglur í skálum félagsins. Megin reglan er sú að aðkoma sé þægileg og að skálarnir geti verið notarlegar vistarverur fyrir ferðafólk á fjöllum. Hreinlæti skiptir því miklu og tillitsemi við náungann er lykilatriði.

  • Ef að gæsla er í skála skal haft samband við skálavörð sem raðar í skála  og fer yfir reglur
  • Ró skal vera komin í skála á miðnætti
  • Farið er úr skóm í andyr
  • Taka með sér rusl
  • Reykingar bannaðar í skálum
  • Ganga frá áhöldum í eldhúsi
  • Bæta í  vatnspott á eldavél
  • Ganga frá skálunum eins og menn vilja koma að þeim sjálfir
  •  Greiða gistingu
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s