Gönguskór

Skór eru eitt það mikilvægasta í allri útivist. Ef skórnir fara vel með fæturna eykur það vellíðan á ferðalaginu til muna. Merkið skiptir ekki máli heldur að skórnir séu hannaðir til göngu, en ekki tískuskór.

Mikilvægt er að klippa táneglur ca 3-4 dögum fyrir ferð því of langar táneglur geta valdið sárum og miklum óþægindum og nýklipptar geta valdið aumum tám.

Ef þú átt ekki gönguskó eða þeir eru orðnir of litlir  þá er best að kaupa nýja. Ef ekki er áhugi eða fjármagn til þess þá er um að gera að fá lánað skó hjá mömmu, pabba, eldri sytkinum, ömmu, afa, frænda eða frænku. Ef það er ekki möguleiki er hægt að bjarga sér á íþróttaskóm með grófum sóla sem hægt er að reima vel. Það er þó vert að hafa í huga að þeir eru oft kaldari og ekki vatnsheldir, þannig að þeir geta verið óþægilegir í mikilli rigningu eða ef það er frost og snjór.

Við val á skóm er þarf að huga að ýmsu, þeir þurfa að anda en á sama tíma að vera vatnsheldnir. Þeir þurfa að styðja vel við fótinn án þess að þrengja of mikið svo að þeir dragi ekki úr blóðflæði til fótanna.

Skipta má skóm upp lága og háa skó og svo eftir stífleika sólans, mjúkir, hálfstífir eða alstífir.

Lágir skór

Lágir skór eru léttir skór og í lang flestum tilfellum úr gerviefnum. Þeir eru flestir vatnsheldnir og með góðum sóla. Þeir veita ekki ökklastuðning og henta því illa í krefjandi fjallgöngur. Þeir henta vel fyrir sumargöngur þar sem ekki er mikil hækkun eins og í Heiðmörk, Öskjuhlíð og  á Úlfarsfell.

Háir skór

Háir skór veita öklastuðning og henta því betur við krefjandi aðstæður og lengri ferðir. Þeir henta vel í brattlendi þar sem að nauðsynlegt er að vera með aukastuðning til að koma í veg fyrir óþarfa meiðsl.

Mjúkir skór

Mjúkir gönguskór hafa mjúkan og sveigjanlegan sól og henta vel fyrir styttri göngutúra eftir sléttum stígum á sumrin (Sigurður Ólafur Sigurðsson, 2008, bls 23). Lágir skór hafa nær undantekningarlaust mjúkan sóla. Einnig er hægt að fá háa skó með mjúkum sóla.

Hálfstífir skór

Hálfstífir gönguskór eru algengustu skórnir til sumargöngu og henta vel í lengri og styttri gönguferðir á sumrin og á veturna þegar enginn snjór er. Sóli þeirra er nokkuð stífur en gefur nægilega eftir til að svigna um tábergið og gefa þægilega eftir á göngu en er samt nógu stífur til að hægt sé að fóta sig í bratta og ver fæturna fyrir grjóti og ójöfnum (Sigurður Ólafur Sigurðsson, 2008, bls 23).

Alstífir skór

Alstífir skór eru með sóla sem gefur ekkert eftir og henta til hvers kyns vetrarferða og fjallamennsku. Alstífir skór eru mest notaðir í vetrarferðum þar sem þarf að ganga í broddum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s