Langisjór ehf.

Langisjór ehf. er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum ásamt útleigu og uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf., og Síld og fiskur ehf. Hjá samstæðunni starfa um 370 manns.

Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. 

Ali

Síld og fiskur framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali sem er eitt þekktasta vörumerki landsins. Styrkur Ali liggur í langri og farsælli sögu fyrirtækisins. Í dag er fyrirtækið einn stærsti framleiðandi landsins á vörum unnum úr grísakjöti.

Fyrirtækið hefur yfir að ráða miklum og góðum vélakosti sem tryggja vandaða framleiðslu auk þess leggur það mikla áherslu á markvissa vöruþróun neytendum til hagsbóta.

Matfugl

Matfugl er leiðandi matvælaframleiðandi á íslenskum markaði sem sérhæfir sig í afurðum unnum úr kjúklingakjöti. Það er stefna fyrirtækisins að ala kjúklinga á mannúðlegan hátt með velferð dýranna að leiðarljósi og um leið hámarka öryggi og gæði afurðanna.

Mata

Mata hf. er leiðandi fyrirtæki í sölu og dreifingu ávaxta og grænmetis til verslana, veitingastaða og mötuneyta á Íslandi. Fyrirtækið byggir á áratuga reynslu af innflutningi og dreifingu á ávöxtum og grænmeti, bæði innlendu og innfluttu.

Salathúsið

Salathúsið ehf. var stofnað árið 1991 og er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á matarsalötum, pestó, hummus, sósum, brauðsalötum, skornum ávöxtum og grænmeti. Hjá fyrirtækinu vinna um 20 manns og er þekking, öryggi og gæði í fyrirrúmi í framleiðslu.

Alma

Alma er sjálfstætt fasteignafélag í eigu Langasjávar ehf. Félagið á og rekur tæplega 1.100 íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið.

Hlutverk Ölmu er að fjárfesta í, reka og annast útleigu á íbúðarhúsnæði til einstaklinga. Jafnframt býður félagið stærri fjárfestum á íbúðamarkaði alhliða þjónustu við umsjón leiguíbúða, svo sem við auglýsingar, val á leigutökum, skjalagerð og umsjón með innheimtu og viðhaldi fasteigna.

Freyja

Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi. Freyja framleiðir og markaðssetur ótal vörutegundir af gómsætu sælgæti á heimsmælikvarða fyrir sinn heimamarkað hér á Íslandi en einnig til útflutnings þar sem sælgætið frá Freyju er í stöðugri sókn.  Hjá Freyju starfa um 50 manns á tveimur stöðum, í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði fyrirtækisins á Vesturvör í Kópavoginum.