Fyrir ferð

Ferðin hefst heima eða þar sem ákvörðun er tekin um að fara í ferðina. Til að fá sem mest útúr ferðinni skiptir máli að vera búinn að kynna sér leiðina, svæðið, veðuraðstæður, sögu svæðisins svo eitthvað sé nefnt. Undirbúningurinn fer þó eftir árstíð, lengd ferðar, tíma sólarhrings, reynslu og hvort að maður hafi farið þangað áður. Í undirbúningi ferðarinar borgar sig að vera ófeiminni við að leita upplýsinga sem víðast, af netinu, úr bókum eða tala við Fyrir ferðeldri reyndari ferðamenn. Flestir taka mjög vel í að segja frá og deila reynslu sinni.

Fyrir ferðina þurfum við að útbúa útbúnaðarlista og ferðaáætlun ásamt því að taka til nestið. Ekki má gleyma veðurspánni. Þeir sem fá gjarnan fótsæri þurfa að verða sér út um plástra til að lágmarka þau.

Til að fá sem mest útúr ferðinni er mikilvægt að kynna sér svæðið og gönguleiðina vel. En hvað er það sem hægt er að skoða áður en lagt er af stað? Ýmsar síður bjóða uppá upplýsingar um gönguleiðir má þar nefna http://www.fi.is, http://www.utivist.is, http://www.ganga.is, http://www.gonguleidir.is. Annað sem gaman er að skoða eru sögur og frásagnir af svæðinu, en ógrinni er til af þeim af öllu landinu. Ísland er eitt magnaðasta land heims hvað varðar jarðfræði, það er því gaman og fróðlegt að kíkja og skoða jarðfræðikort áður en lagt er af stað og skoða hvað er líklegt að við sjáum. Það er líka Fyrir ferð 2gaman að taka með sér jarðfræðilykil í ferðina. Gróðurkort og fuglakort er gott að skoða.

Líkur á því að eitthvað gleymist heima aukast ef það á að fara taka til búnað og skipuleggja ferðina á síðustu stundu. Það marg borgar sig því að gefa sér góðann tíma í skipulagið. Gott er að vera búinn að pakka og gera bakpokann og nestið tilbúið kvöldinu áður og hafa fötin tilbúin sem við ætlum að ganga í.

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s