Ferðaáætlun

Ferðaáætlun er eitt það mikilvægasta í ferðamennsku. Góð ferðaáætlun eykur ekki einungis öryggi ferðamanna heldur gerir þá betur í stakk búna til að fara í ferðina og takast á við þær aðstæður sem hugsanlega geta komið upp á meðan ferðinni stendur.

Ferðaáætlun á alltaf við, hversu stutt eða löng ferðin er. Fyrir stuttar ferðir sérstaklega að sumarlagi getur verið nóg að gera hana í huganum. Reynt útivistarfólk gerir þetta ósjálfrátt. Annars eiga ferðaáætlanir alltaf að vera skrifaðar niður og geymdar hjá ábyrgum aðila. Fyrir ferðir sem við skrifum þær ekki, skal alltaf skila inn munnlegri ferðaáætlun til ábyrgsaðila.

Góð ferðaáætlun ætti að innihalda:

 • fyrirhugaða ferðaleið, svo sem næturstaðir, fyrirhugaða nestisstaði, brýr eða vöð, vegalengdir og staðsetning
 • Tímasetningar,
 • Hvenær er lagt af stað
 • Hvenær á að koma í náttstað
 • Hvenær á að leggja af stað
 • Hvenær á að vera komið heim
 • Hvenær á að byrja að hafa áhyggjur
 • Búnaðarlisti
 • Þátttakendalisti
 • Símanúmer
 • Plan B, ef óhreinindi lendir í viftunni hvað skal gera, hvert skal fara og hvernig kallað verði til aðstoðar.

Mælt er með því að þið kíkið og kynnið ykkur ferðaáætlunina sem er inni á http://www.safetravel.is hún skilar sér beint til björgunarsveitanna sem auðveldar mjög ef hefja þarf leit eða slys verður. Einnig er þar hægt að óska eftir vöktun, en þá þarf að tilkynna þegar ferð klárast, ef það er ekki gert virkjast viðbragðsáætlun um að ná sambandi við viðkomandi.

Verkefni

Þú ert fararstjóri hjá virtu ferðaþjónustu fyrirtæki á Íslandi og ert beðinn um að útbúa ferðaáætlun fyrir ferð yfir Fimmvörðuháls. Hvað er það sem þarf að koma fram og af hverju?

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s