Einangrun

Einangrunina má kalla fjórða lagið. Einangrunin er lúxus lagið, það á ekki að vera nauðsynlegt en getur aukið þægindin og vellíðanina til muna í ferðum. Öllu jafna fer maður ekki í einangrunina á meðan göngu stendur heldur er farið í hana þegar stoppað er í nesti og farið úr henni áður en lagt er af stað aftur.

Til einangrunnar telst fiber-fatnaður og dúnn. Það má færa rök fyrir því að lopapeysan eigi heima hérna, en hún verður höfð í miðlaginu. Það er eilíft þrætuefni um hvort sé betra dúnn eða fiber. Þeir þættir sem eru metnir eru þyngd, veðurþol, rúmmál flíkur saman pakkað og ekki síst verð. Lengst af hefur dúninn haft sigurinn, en á síðustu árum hefur orðið mikil þróun á fiberefnunum og  þau því orðin verðugur keppinautur. Það er mikilvægt að þekkja kosti og göllum einangruninnar og geta valið sér flík við hæfi eftir því sem við á hverju sinni. Dún jakkinn getur verið betri og veglegri kostur í ákveðnar ferðir en fiber jakkinn betri í aðrar. Það sem við sem ferðamenn þurfum að átta okkur á er við hvaða aðstæður við eigum að nota í hvert og eitt  skipti, þar kemur reynslan sterk inn. En höfum það hugfast að í langflestum tilfellum í ferðamennsku á Íslandi er einangrunin lúxus en ekki nauðsyn.

Meginmunurinn á efnunum er sá að dúnn einangrar betur miðað við rúmmál og þyngd, endist lengur með réttri meðhöndlun en hann er dýrari en fiber. Fiber er hins vegar betri að því leyti að hann heldur einangrunargildi sínu nær óbreyttu þó að hann blotni á meðan dúnn verður nánast gagnslaus blautur (Sigurður Ólafur Sigurðsson, 2008, bls 28).

En hvaða efni eru þetta?

Fíber

Fíber sem er gerviefni er áreiðanlegri einangrun heldur en dúnn, þar sem hann heldur einangrunargildi sínu þegar hann blotnar ólíkt dún. Fíberinn er í eðli sínu vatnsfælinn og drekkur því lítið í sig og er fljótur að þorna ef hann blotnar. Hann er þó heldur þyngri heldur en dúnninn og pakkast verr. Fíberinn er í flestum tilfellum ódýrari en dúninn og auðveldara að þrífa (Freedom of the hills, 23). Óhöpp geta alltaf átt sér stað og ef svo illa skyldi fara í einhverri ferð að gat kæmi á einangrunarflík að þá er betra að vera í fiberjakka þar sem að einangrunin er bundin saman og á því ekki greiðaleið útúr jakkanum ólíkt dúninum sem gæti verið fljótur að tæmast. Viðgerðin er þó sú sama og ekki flókin, límt er fyrir gatið með sterku límbandi (Jón Gauti Jónsson, 2013, bls 56).

Til fíber teljast efni eins og Thermolite, Dryloft, Hollofil, Liteloft, Quallofil, MicroLoft, Thermoloft, Polarguard, Coreloft, Thinsulate og það frægasta Primaloft.

DúnnFill Power

Dúnn er náttúrulegt efni og er hágæða gæsadúnn ein besta einangrun sem hægt er að fá í fatnaði miða við þyngd. Dún er einnig hægt að pakka mest, en hann er fljótur að ná fyrra formi eftir pökkun og þar af leiðandi fullu einangrunargildi. Dúnninn er dýr. Stærsti gallinn við dún er að hann missir allt einangrunargildi sitt við það að blotna og það tekur hann langann tíma að þorna aftur (Freedom of the hills, bls 23). Það þarf því að passa vel að dúnfatnaður eða dúnsvefnpokar blotni ekki. Það þýðir að ef það er kalt og maður vill vera í dúnúlpu þá þarf hún að passa undir regnjakkann.

Eiginleikar sem einangrunarúlpur ættu að hafa, óháð innihaldi:

  • Einangruð hetta.
  • Þrenging í mitti og hálsmáli
  • Hægt að renna frá að neðan (kostur þegar þarf að vera í klifurbelti)
  • Vera nokkuð þétt um úlnliði

(Jón Gauti Jónsson, 2013, bls 56).

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s