Eftir ferð

Ferðinni er ekki lokið þó svo að heim sé komið. Mikilvægt er að ganga strax frá búnaðinum, setja í þvott það sem þarf að þvo, ganga frá afgangs nestinu, þrífa og bera á skónna. Þeir sem voru með myndavélar þurfa að setja myndirnar í tölvuna og hlaða þarf track-in úr GPS-tækjunum inn í tölvuna.

Þegar verið er að ganga frá búnaðinum er gott að fara yfir búnaðarlistann og skrá hjá sér hvað var notað, hvað var ekki notað en má ekki skilja eftir heima og það sem ekki var notað og hægt er að skilja eftir. Með því að gera þetta er hægt að losa sig við óþarfa búnað sem gerir ekkert annað en að taka pláss og gera ferðina erfiðari.

Við lærum alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð, jafnvel þótt að við séum komin með 20 ára reynslu af útivist og ferðamennsku. Gott er að halda ferðadagbók til að geta lært markvisst af ferðunum. Í ferðadagbókina setjum við ferðaáætlunina, skráum allar breytingar sem urðu á áætluninni og afhverju. Líka á að skrá hvað við gengum langt, hæðarbreytingar og veðurbreytingar. Í ferðadagbókina skráum við líka hversu vel við töldum okkur undirbúin og hvaða lærdóm við drógum af ferðinni.
Svo má ekki gleyma að eftir ferð getur verið rosalega gott að skella sér í sund og fá sér eitthvað gott að borða.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s