Búnaðarlisti

Fyrir ferðir, er mikilvægt að gera búnaðarlista. Skrá þarf niður hvað þarf að taka með, magn og ef maður vill nördast smá að þá skráir maður líka niður þyngd hvers hlutars. Nauðsyn þess að gera búnaðarlista er til að tryggja að allt sem þarf að hafa með fari alveg örugglega með og að ekkert geymist. Önnur ástæða er svo að maður geti létt á sér, það er að segja að maður sleppi búnaði sem ekki þörf er á Það er ekki töff á fjöllum að vera með alltof mikið af dóti og með alltof þungan bakpoka.

Það sem við gerum við heimkomu eftir hverja ferð er að taka búnaðarlistann og fara yfir hann. Öllum búnaðnum er skipt í þrjá flokka; búnaður sem ég notaði, búnaður sem ég notaði ekki en get ekki verið án (t.d. sjúkrapúði) og svo loks búnaður sem ekki var notaður. Ef það kemur í ljós eftir nokkrar ferðir og alltaf er það sami búnaðurinn sem lendir í síðasta dálkinum að þá er spurning hvort að við getum ekki sleppt þeim búnaði, og með því sparað okkur þyngdina og aukið þægindin okkar.

Hér á eftir eru tillögur að búnaðarlistum sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar verið er að taka sig til fyrir ferð. Einnig er gott að kíkja inná síðuna http://www.safetravel.is en þar er hægt að nálgast búnaðarlista. Búnaðarlistar eru bestir þegar maður er búinn að sníða þá að sínum þörfum.

Búnaðarlistar

Verkefni

Farðu yfir búnaðarlistana sem fylgja. Hverju myndir þú vilja bæta við, en taka út? Af hverju?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s