Bakpokinn

Bakpokinn er einn af stóru atriðunum í ferðamennsku. Bakpokinn stjórnar því hversu miklu dóti við höfum með í för. Óþægilegur eða of þungur bakpoki getur alveg eyðilagt fyrir okkur ferðina. Til eru ótal týpur af bakpokum en það sem skiptir mestu máli er að hann sé passlega stór miða við þá ferðamennsku sem við stundum og að hann sé þægilegur. Í langflestum tilfellum ætti bapoki að rúmmáli 30-50 l að duga okkur. Þegar maður er að taka sín fyrstu skref er óþarfi að fara að eyða tugi þúsunda í nýjan bakpoka, oftast er til einn eða fleBakpokinniri í hverri fjölskyldu sem hægt er að nota. Þegar ferðamennskan verður búin að ná svo tökum á þér munt þú þurfa að fá þér mismunandi bakpoka eftir aðstæðum og ferðum.

 

Hvernig á að raða í bakpoka

Þyngsti búnaðurinn ætti að vera fyrir miðju bakpokans og næst bakinu. Annar léttari búnaður eins o föt ættu að vera utar. Sá búnaður sem þarf að komast oftast í ætti að vera ofarlega í bakpokanum en það sem einungis þarf að nota á náttstað neðst. Í tophólfinu er gott að hafa fjölnotaverkfæri, auka húfu, buff og GPS.

Forðumst að setja búnaðinn utaná bakpokann. Hann tekur á sig vind og bleytu ásamt því að hann veldur velting og misbalans.

Hvernig á að velja bakpoka

Forðumst sundpoka, axlarböndin eru óþægileg í lengri tíma ásamt því að sá búnaður sem í hann fer stingst inn í bakið á þeim sem hann ber. Veljum bakpoka sem hefur góðar og vel fóðraðar axlar- og mittisólar. Bakið á bakpokanum þarf líka að passa á okkur, hægt er að kaupa bakpoka með misstórum bökum eða með stillanlegu baki. Í útivistarverslunum í dag eru komin mælitæki til að mæla stærðina á bakinu til að velja réttan bakpoka. Fáðu aðstoð og mældu bakið til að fá rétta stærð. Ágæt þumalputta regla við val á bakpoka, og öðrum útivistarbúnaði, er að því meiri „feedusar“ sem eru á honum því meira getur bilað.

Hvernig á að pakka í bakpoka

Þegar pakkað er í bakpoka á alltaf að gera ráð fyrir að innihald hans geti blotnað.

Það borgar sig ekki að setja einn stórann plastpoka í töskuna og allt ofaní hann, ef vatn kemst í hann þá verður allt blaut. Það borgar sig að pakka í nokkra minni poka. Léttastir og ódýrustu pokarnir eru plastpokar, en þeir eru viðkvæmir. Það er líka hægt að fjárfesta í margnota pokum sem hægt er að lofttæma, fyrir þá sem eru komnir á bólakaf í ferðamennsku að þá getur það verið góð fjárfesting.

Nesti og annar viðkvæmur búnaður ætti að vera pakkaður í nestisbox til að verja hann fyrir hnjaski.

Hvernig á að stilla bakpokann

Byrjaðu að losa allar ólarnar á bakpokanum áður en þú setur hann á þig. Til að stillingarnar verði sem bestar borgar sig að hafa 5 – 10 kg í bakpokanum á meðan til að líkja eftir fullpökkuðum bakpoka.

  1. Stilltu mjaðmaólina þannig að þyngdin sitji á mjöðminni. 70% prósent af þyngdinni á að hvíla á mjöðminni.
  2. Axlarólin á að vera þannig stillt að bakpokinn liggi að bakinu en ekki þannig að þyngdin sé á axlirnar.
  3. Burðarólina (staðsett fyrir ofan axlirnar) stillir þú þannig að þyngdin færist af öxlunum yfir á mjaðmirnar.
  4. Brjóstólina skaltu stilla þannig að hún sé þægileg. Tilgangur hennar er að koma í veg fyrir að axlarólin sé ekki á flakki. Gæta þarf að því að stilla hana of þröngt þannig að hún þrengi að eðlilegri hreyfingu brjóstkassans.

 Verkefni

Er bakpokinn þinn rétt stilltur? Gangtu úr skugga um að bakpokinn þinn sé rétt stilltur fyrir næstu ferð. Finnur þú einhvern mun?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s