Almennt um fatnað

Fyrir alla útivist og útiveru er mikilvægt að vera rétt útbúin/n, eða eins og einhver sagði einhvern tímann, fötin skapa manninn. Í útivist er aðalatriðið ekki útlitið heldur notagildi fatnaðarins. Útlitið má ekki koma á kostnað þæginda eða hlýinda. Ef þú ert að taka þín fyrstu skref í útivist og ferðamennsku, þá er ólíklegt að þú vitir hvaða fatasamsetning er best fyrir þig. Því skaltu ekki hlaupa beint út í búð og kaupa allt nýtt strax. Taktu eina ferð í einu, sjáðu hvað virkar og virkar ekki, fyrst þá er æskilegt að fara að kaupa nýja hluti (Freedom of the hills).

Á flestum heimilum ætti að leynast fatnaður sem hentar til útivistar og ætti því ekki að þurfa að byrja á því að fara útí búð að kaupa dýran fatnað, hann má koma seinna. Með því að kunna að klæða sig og vita hvaða efnum má vera í kemur það fólki ansi langt. Það getur þó verið gott eiga sína eigin sokka og ullarföt.

Þegar við klæðum okkur er betra að fara í nokkur þynnri lög heldur en fá þykk lög. Með því að klæða okkur í nokkur þunn er auðveldara stjórna hitanum á okkur meðan við göngum frekar en með einu þykku. Það er nefnilega hvorki gott að vera of heitt eða of kalt.

Ímyndið ykkur að þið séuð laukur, þegar ykkur er kalt getið þið bætt við ykkur einu lagi af fatnaði en ef ykkur er heitt getið þið fækkað um eitt eða fleiri lög eftir aðstæðum.

Bómull og gallabuxur eru STRANGLEGA bannað. Ástæðan er sú að bómullinn og gallabuxurnar tapa allri einangrun um leið og þau blotna, hvort sem er undan rigningu eða svita. Þar að auki eru þau mjög lengi að þorna. Ef þið trúið þessu ekki prófið þá að fara í gallabuxum og bómullarbol í sturtu og athugið hversu lengi fötin eru að þorna og hvernig ykkur líður í blautum fötunum.

Fötin

Helstu óvinir þægindanna eru rigning, vindur, hiti og kuldi. Á fjöllum á fatnaður að vera meira en bara þægilegur. Fatnaður þjónar fyrst og fremst öryggishlutverki. Það skrýtna er, að fatnaður til fjalla þarf bæði að koma í veg fyrir að við ofkælumst en líka til að koma í veg fyrir að við ofhitnum og ofsvitnum.

Besta leiðin til að velja sér útivistarfatnað er að öðlast reynslu í útivist og meta það á eigin skinni hvað hentar og hvað hentar ekki.

En hvað eru þægindi? Er það að vera heitt og svitna eða vera kalt og svitna ekki? Er það að vera blautur eða þurr? 

Við þurfum líka að hafa í huga að reyna lágmarka þyngdina á fatnaðinum okkar en það má alls ekki koma niður á örygginu.

Það að vera í lagskiptum fatnaði gerir okkur auðveldar fyrir að aðlagast breytilegum aðstæðum sem eru upp til fjalla á Íslandi. Markmiðið með lagskiptingunni er að líkamshitinn haldist þægilegur allan tímann með lágmarks þyngd og sé ekki of fyrirferðarmikill.

Aðallögin eru þrískipt: Innsta lagið, sem liggur næst húðinni. Mið lagið, er einangrunnar lagið og heldur á okkur hitanum og loks ysta lagið, eða skelin sem ver okkur fyrir rigningu og vindi.

Verkefni

  1. Í sumarferð er hlýtt, lítill vindur en úrhellis rigning. Hvernig telur þú best klæða sig? Rökstyddu svar þitt.
  2. Hverjir eru helstu óvinir þægindanna á fjöllum? Hvernig getum við sigrast á þeim?
  3. Hvaða atriði þarf að hafa í huga þegar verið er að velja sér útivistarfatnað? Rökstyddu svar þitt.
  4. Af hverju skiptir lita val á fatnaði máli?
  5. Í hvaða flokk falla þínir gönguskór? Hvernig hugsar þú um skónna þína? Er eitthvað sem þú gætir gert til að lengja líftíma þeirra?
  6. Hver eru viðbrögð við ofkælingu og hverjir eru það sem eiga að bregðast við?
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s