About

Haustið 2005 byrjaði ég sem nýliði í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Þar fékEinar Eysteinssonk útivistaráhuginn byr undir báða vængi. Í starfi mínu fyrir björgunarsveit kviknaði áhugi á kennslu. Árið 2008 bauðst mér að taka við útivistar og fjallamennsku vali í Vatnsendaskóla. Ég hafði ekki reynslu af kennslu en ákvað að slá til, á þeim tíma stundaði ég nám í jarðfræði við Háskóla Íslands. Í kjölfarið skráði ég mig úr jarðfræði og í kennaradeild Háskóla Íslands. Þetta valfag sem hét, Útivist og fjallamennska, var heillandi og gaf mér tækifæri til að miðla minni reynslu til annarra. Eftir að ég byrjaði að kenna í Vatnsendaskóla opnuðust mér fleiri dyr, ég varð umsjónarmaður Útivistarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar, vann að gerð námsefnis fyrir unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar og kenndi valfagið útivist og ferðamennska í fleiri skólum. Í gegnum árin hef ég rekist á það aftur og aftur að erfitt eða nær ómögulegt hefur verið að nálgast efni um útivist og ferðamennsku fyrir unglinga. Þegar það kom svo að því að gera lokaverkefni til B.Ed. gráðu frá kennaradeild Háskóla Íslands vildi ég bæta úr þeirra þörf sem ég tel vera á góðu námsefni og miðla þeirri reynslu sem ég byggi yfir úr starfi mínu til þeirra sem standa í sömu sporum og ég stóð í.

Leiðbeinandi þessa verkefnis er Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunkt við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands. Vill ég þakka honum fyrir þolinmæðina, leiðsögnina og áhuga og trú á verkefninu.

Ég tileinka lokaverkefnið foreldrum mínum og sambýliskonu, sem hafa með ráðum og dáðum stutt mig í gegnum tíðina og í gegnum kennaranámið. Sérstökum þökkum vil ég koma til Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir stuðning við gerð lokaverkefnisins.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “About

  1. Bakvísun: Langisjór

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s